kaffibollinn-450Kaffihúsamessa kl. 11 á Æskulýðsdaginn, 3. mars, með þátttöku ungs fólks úr æskulýðsstarfi kirkjunnar. Kaffi, djús og vöfflur, guðsorð og gott samfélag.  Þorvaldur Halldórsson leikur undir og leiðir sönginn. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Jónína Sif Eyþórsdóttir og Sólveig Ragna Jónsdóttir aðstoða við helgihald, Steinar Logi Sigurðsson les ritningarlestra.  Kókoskúlur frá æskulýðsfélaginu verða seldar til styrkar verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar, einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Markmiðið er sett á að kaupa hænur fyrir fólk í Malaví, sem hjálpar þeim að lifa af og koma undir sig fótunum.

Sunnudagaskóli kl. 13 að venju með hressingu að honum loknum.