bigstock_Love_and_the_cross_metaphor_752188Dagskrá kirkjunnar um bænadagana og páska verður sem hér segir:

Skírdagskvöld kl. 20.  Samfélag um Guðs borð.  Einföld og falleg stund þar sem gengið er til altaris og atburða  hinnar síðustu kvöldmáltíðar minnst.

Föstudagurinn langi kl. 11 Guðsþjónusta þar sem píslarsagan verður flutt í tali og tónum.

Föstudagurinn langi kl. 20 píslarsagan, ljóð og lestur.  Hjónin Svanhildur Kaaber og Þórður Helgason lesa Sonnettusveig í þýðingu Þórðar sem segir frá píslargöngu Krists.  Á milli erinda lesa prestar kirkjunnar ritningarvers og Jón Ólafur leikur á orgelið.

Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.  Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands predikar. Páska- og afmæliskaffi í safnaðarsalnum á eftir í tilefni 20 ára afmælis Hjallakirkju. Hjallakirkja var vígð á páskadag 1993.