Þá líður að sumri og hefðbundnu vetrarstarfi Hjallakirkju fer að ljúka.  Fyrsti dagskrárliður til að fara í sumarfrí er bænastundin sem verið hefur alla þriðjudaga kl. 18.  Þær bænastundir hefjast aftur í byrjun September.  Að sjálfsögðu verður áfram tekið á móti fyrirbænaefnum og hægt er að eiga bænastundir í kirkjunni í samráði við presta kirkjunnar.