kaffibollinn-450

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 30. júní kl. 20 í Hjallakirkju á vegum safnaðanna í Kópavogi. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng. Kvöldguðsþjónusturnar eru með einfaldara sniði en hefðbundnar messur og jafnan eru sungnir kvöldsálmar í bland við aðra tónlist. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.