Hjallakirkja er lokuð í júlí.  Sr. Sigfús er í leyfi til 12. ágúst.  Viðtalstími hjá sr. Steinunni Arnþrúði er samkvæmt samkomulagi. Kirkjustarfið hefst að nýju í ágúst og verður fyrsta guðsþjónustan 18. ágúst.

Söfnuðir þjóðkirkjunnar í Kópavogi sameinast um helgihald á sumrin. Barnaguðsþjónustur eru alla sunnudaga kl. 11 í Lindakirkju. Sunnudagana 4. og 11 ágúst er messa í Digraneskikrju kl. 11. eftir það er messað í öllum kirkjum Kópavogs samkvæmt venju. Bæna- og lofgjörðarstundir eru í Digraneskirkju miðvikudagskvöldin 7. og 14. ágúst kl. 20.

Prestar Kópavogs hafa samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna. Vaktsími presta í Kópavogi 843 0444.