Fermingarnámskeiðið hefst þann 15. ágúst næstkomandi. Fimmtíu og fjögur börn eru þegar skráð í fermingarfræðsluna og er enn hægt að skrá sig.
Námskeiðið fer fram dagana 15.,16.,19. og 20. ágúst, alls fjóra virka daga. Að auki er messan 18. ágúst hluti af námskeiðinu. Í vetur mæta börnin einu sinni í mánuði, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður hópnum skipt upp sem hér segir:
- Fermingarbörn úr Álfhólsskóla mæta kl. 9-12.
- Fermingarbörn úr Snælandsskóla mæta kl. 13-16.
Þau börn sem ekki komast á ágústnámskeiðið sækja námskeið í september og er gert ráð fyrir að það verði eftir skóla dagana 3. – 5. september.
Þegar börn eru skráð í fræðsluna er fermingardagurinn einnig valinn. Hægt er að skoða valið á síðunni um fermingarstarf og hafa samband við presta sé óskað eftir breytingum.