orgel_03Erla Björg Káradóttir sópran og Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran ásamt félögum úr Kór Hjallakirkju flytja Frið á jörðu eftir Árna Thorsteinsson, Allsherjar Drottinn eftir César Franck og tvo þætti úr Kantötu nr. 78 „Jesu, der du meine Seele“ eftir Jóhann Sebastian Bach. Einnig syngur kórinn Bæn – eða Ó, Guð, þú ert vor skjöldur skjól eftir Þórarinn Guðmundsson.

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Organisti og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.

Molasopi eftir guðsþjónustuna.

Sunnudagaskóli kl. 13 í Umsjón Hafdísar, Ingu og sr. Steinunnar. Hressing eftir stundina.

Batamessa kl. 17 – helgistund á vegum Vina í bata sem hafa umsjón með 12 spora starfi. Prestur sr. Steinunn A. Björnsdóttir og organisti Jón Ólafur Sigurðsson.