Guðsþjónusta 27. október kl. 11

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsönginn. Jón Ólafur verður við orgelið. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Molasopi að guðsþjónustunni lokinni.

Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 13. Gísli og Hilmar leika á alls oddi með börnum, foreldrum og presti. Hressing að honum loknum eins og venjulega.

By |2013-10-25T12:01:10+00:0024. október 2013 | 15:29|