Eins og undanfarin ár munum við í Hjallakirkju minnast ástvina okkar og vina sem horfið hafa frá okkur. það er alltaf gott að minnast þeirra sem eru eða hafa verið okkur kærir. Stundin byggist upp á lestri og tónlist.
Öllum gefst tækifæri að kveikja á kertum og eiga hljóða stund með sjálfum sér á meðan flutt er ljúf tónlist.
Séra Halldór Reynisson þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Af tónlistarflutningi má nefna: Intermezzo eftir Mascagni, Ave Maria eftir Kaldalóns í kórútsetningu Jóns Ólafs, Heyr Himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Kveðju eftir Bubba Morthens, Liljuna, Faðir vor eftir Malotte og Dagur er nærri eftir Händel. EInnig almennur sálmasöngur.
Sunnudagaskólinn er svo á sínum stað kl. 13.