Þessa viku fengu fermingarbörn í Hjallakirkju fræðslu um vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Í kjölfarið fengu þau bauka til að safna peningum í og var götum í sókninni skipt á milli þeirra. Þau munu því ganga í hús og bjóða fólki að taka þátt í verkefninu, sem hefur unnið sér sess sem eitt af stóru verkefnum Hjálparstarfsins. Í fyrra söfnðust um 8 milljónir á landsvísu í þessari söfnun, þar af um 100.000 í Hjallakirkju. Að sjálfsögðu vonumst við til að gera enn betur í ár.
Það er von okkar að sóknarbörn taki vel á móti fermingarbörnunum þegar þau banka upp á.