100_0963 Nú verður tekið á því – í söng og gleði! Sunnudaginn 10. nóvember, kristniboðsdaginn, verður  lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Þorvaldur Halldórsson leikur undir og leiðir söng, sr. Steinunn A. Björndsdóttir þjónar. Ágústa Mikaelsdóttir og Íris Mjöll Jóhannesdóttir leika á blásturshljóðfæri og fermingarbörn aðstoða með upplestri og fleiru. Að venju verður kaffi eftir messu.

Sunnudagaskólinn hefst kl. 13. Þar munu Gísli og Hilmar leika, syngja og stýra fjörinu ásamt presti. Hressing eftir sunnudagaskólann.