Sunnudagskvöldið 17. nóvember verður fjölskylduskemmtun í Hjallakirkju kl. 19.30. Skemmtunin er meðal framlags Hjallasóknar í söfnun á vegum Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalann. Hún verður í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem hæfileikafólk á öllum aldri treður upp og leikur listir sínar. Má þar nefna að prestar kirkjunnar sýna á sér óvænta hlið, keppt verður í línuhraðli, og kleinuáti, armbeygjum, limbó og laufléttri spurningakeppni og geta viðstaddir heitið á keppendur. Þá verða börnin í tíu-tólf ára starfinu með leikrit.
Léttar veitingar verða í boði; kaffi, djús og sælmeti. Það sem kemur inn rennur óskert til söfnunar fyrir línuhraðlinum.
Þá hefur sóknarnefnd Hjallasóknar ákveðið að tvöfalda þá upphæð sem kemur inn á skemmtuninni.
Söfnun þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli stendur yfir fram í nóvember. Safnað er í söfnuðum þjóðkirkjunnar um allt land. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma: 9041000 til að gefa 1000 krónur. 9043000 til að gefa 3000 krónur 9045000 til að gefa 5000 krónur.