Kór Hjallakirkju heldur tónleika sunnudaginn 17. nóvember kl. 17. Aðal verkefni tónleikanna verður Sálumessa (Requiem) opus 48 eftir Gabriel Fauré. Einnig verður flutt „Eitt er orð Guðs“ (Cantique de Jean Racine), Panis angelicus eftir César Franck og O for the wings of a dowe eftir Felix Mendelssohn.

Flytjendur eru Kór Hjallakirkju, einsöngvararnir Laufey Helga Geirsdóttir sópran og Eiríkur Hreinn Helgason bariton, Elísabet Waage hörpuleikari og Örn Magnússon orgelleikari. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson.

Kórinn vill nota þetta tækifæri til að minnast Önnu Margrétar Pétursdóttur, gjaldkera kórsins sem lést úr krabbameini í haust.

Af hverjum seldum miða ganga 500 krónur í söfnun þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalann og ef ágóði verður af tónleikunum rennur hann óskiptur í söfnunina.

Miðaverð er kr. 2.500.