krans

Aðventan er skemmtilegur tími og sunnudagar aðventunnar marka skrefin að jólum. Hér er dagskrá sunnudaganna í desember.

Sunnudagurinn 1. desember

Kl. 11.00: Tónlistarguðsþjónusta.

Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar.  Kirkjugestir syngja nýja og gamla aðventusálma og söngva undir leiðsögn félaga úr Kór Hjallakirkju.

kl. 13.00 Jólaföndur fjölskyldunnar. Jólakort föndruð og lituð við ljúfa jólatóna, smákökur og kakó. Efni og veitingar í boði kirkjunnar.

 

Sunnudagurinn 8. desember

Kl. 11.00: Fjölskylduguðsþjónusta.

Séra Halldór Reynisson þjónar. Börn úr Álfhólsskóla syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur.

Kl. 13.00 Sunnudagaskóli.

 

Kl. 20.00: Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju.

Tónleikarnir sem margir bíða eftir ár eftir ár. Flutt aðventu- og jólalög af ýmsu tagi og í ýmsum búningi. Nýtt í bland við gamalt og hefðbundið. Mjög fjölbreytt efnisskrá að vanda. Aðaleinsöngvari er Snorri Snorrason tenór, einnig stíga aðrir kórfélagar á stokk. Julian Hewlett leikur með á píanó og orgel. Prestar kirkjunnar lesa efni er tengist jólahaldi fyrr og nú. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson. Eftir tónleikana er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Ókeypis aðgangur

 

Sunnudagurinn 15. desember

Kl. 11.00 Lofgjörðarguðsþjónusta.

Séra Sigfús Kristjánsson þjónar og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina.

Kl. 13.00 Jólaball sunnudagaskólans. Yngsti kór Álfhólsskóla syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Jólasveinar kíkja í heimsókn og við göngum kringum jólatréð.

 

Sunnudagurinn 22. desember

Kl. 11.00 Við syngjum inn jólin

Kór Hjallakirkju og Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, sem verður sérstakur gestur, syngja ásamt öllum kirkjugestum.

Falleg stund til að njóta jólasöngvanna í eðlilegu umhverfi í sínu rétta formi.

Inn á milli tónlistarinnar eru ritningarlestrar og ljóðalestur undir stjórn séra Halldórs Reynissonar. Söngstjórar og organistar: Jón Ólafur Sigurðsson og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.