Jólaföndur 2012Aðventuhátíð fjölskyldunnar er fyrsta sunnudag í aðventu og hefst kl. 13. Hún kemur í stað hefðbundins sunnudagaskóla þann dag.

Byrjað verður með stuttri helgistund í kirkjunni og síðan verður jólaföndur í safnaðarsalnum.

Boðið verður upp á kakó og smákökur. Kirkjan býður einnig allt efni í föndrið.