Mynd af kórnum á aðventutónleikum í desember 2007

Mynd af kórnum á aðventutónleikum í desember 2007

Árlegir aðventu- og jólatónleikar Kórs Hjallakirkju verða haldnir í Hjallakirkju sunnudaginn 8. desember kl. 20.00.

Verkefni tónleikanna eru sótt í ýmsar áttir og eru mjög fjölbreytt.

Boðið er meðal annars upp á enska jólasöngva með þátttöku tónleikagesta, gullfalleg jólalög eftir enska tónskáldið John Rutter, einnig nokkrar íslenskar perlur sem hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar, þar má nefna lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Ingibjörgu Þorbergs, Ómar Ragnarsson við texta eftir Gísla frá Uppsölum, Sigurð Þórðarson og Sigvalda Kaldalóns. Þá verður lagið Blíða nótt (betur þekkt sem Heims um ból) flutt í upphaflegri útgáfu fyrir tvo söngvara, kór og gítar. Ekki má gleyma léttari jólalögum í léttum og skemmtilegum útsetningum.

Einsöngvarar eru Snorri Snorrason tenór, Árni Jón Eggertsson tenór og Bergvin Magnús Þórðarson bariton.

Á gítara leika þeir Gísli Valdemarsson og Halldór Másson. Julian Hewlett leikur með á orgelið.

Stjórnandi Kórs Hjallakirkju er Jón Ólafur Sigurðsson.

Að tónleikunum loknum er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

 Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.