Séra Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur.
Kór Hjallakirkju syngur. EInsöngvari er Hrafnhildur Björnsdóttir. Ingibjörg Guðlaugsdóttir leikur á básúnu. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.
Fluttur verður aftansöngur séra Bjarna Þorsteinssonar.
Sálmar og tónlist: Sb, nr. 88 Sjá himins opnast hlið, Sb. nr. 81 Guðs kristni í heimi, utan sálmab. Nú ljóma aftur ljósin skær, 73 Í Betlehem er barn oss fætt. Ó, helga nótt, Kirkjan ómar öll (öll kantata Sigvalda Kaldalóns og Stefáns frá Hvítadal), 82 Heims um ból. Sem útspil syngur kórinn á meðan kirkjugestir ganga hljóðlega úr kirkju þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Stille Nacht í raddsetningu söngstjórans.