
Brúðkaupið í Kana
Sunnudaginn 19. janúar verður lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina sem er af léttara tagi. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Guðspjallið fjallar um brúðkaupið í Kana, þegar Jesús brást við neyð veisluhaldara og breytti vatni í vín. Guðspjall og lestra dagsins má finna á vef kirkjunnar.
Molasopi að guðsþjónustu lokinni.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 13 og hressing að honum loknum.