Á 1. sunnudegi í níu vikna föstu (septuagesima) fjallar guðspjallið um verkamennina í víngarðinum. Í guðsþjónustunni kl. 11 þjónar Séra Halldór Reynisson. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða safnaðarsönginn. Jón Ólafur verður við orgelið.
Á eftir guðsþjónustunni er boðið upp á molasopa og möguleiki gefst á að spjalla við séra Halldór um efni dagsins.
Kl. 13 er síðan Sunnudagaskólinn með söng, sögum og brúðuleikhúsi.