Mynd á biblíudaginn

Sunnudagurinn 23. febrúar  er  Biblíudagurinn. Þann dag verður sýning í Hjallakirkju á Biblíum í ýmsum útgáfum. Þarna verða bæði íslenskar biblíuþýðingar frá ýmsum tímum, sumar myndskreittar, og fjöldi erlendra biblíuþýðinga, þar á meðal á armensku, kínversku og rússnesku, grísku og hebresku. Einnig verða sýndar biblíumyndir, meðal annars túlkanir asískra listamanna. Sýningin verður opin kirkjugestum þennan dag. Messa verður kl. 11 og sunnudagaskóli kl. 13.

 

Í messunni kl. 11 þjónar séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og Jón verður við orgelið. Molasopi að messu lokinni.

 

Kl. 13 ser svo sunnudagaskólinn með söng, sögum og brúðuleikhúsi og hressingu að honum loknum.