Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar. Nokkrir félagar úr Kór Hjallakirkju syngja. Organisti Jon Ólafur Sigurðsson. Lesari Guðfinna Inga Guðmundsdóttir.
Kórinn syngur kórverk eftir Jakob Tryggvason, Róbert Abraham Ottósson, Þorkel Sigurbjörnsson, Kaj-Erik Gustafsson og John Rutter. Auk þess er almennur safnaðarsöngur.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13 með söng, sögum og brúðuleikhúsi.
Molasopi eða djús í anddyri kirkjunnar að báðum stundum loknum.