Grape-CrossVið minnumst hinnar heilögu kvöldmáltíðar eins og venja er í Hjallakirkju með hátíðlegri stund kl. 20 á skírdagskvöld.

Séra Halldór Reynisson þjónar. Kvartett úr Kór Hjallakirkju syngur meðal annars Ave verum corpus eftir Mozart.

Við ljúkum stundinni með því að tæma altarið og leggja á það rauðar rósir.

Sálmar: Sb. 140; 228 (1 – 3 & 6.v); 552 og 56