KorstjoriÞað var fullt út úr dyrum á passíustund í Hjallakirkju á föstudaginn langa. Þar er jafnan hefð að fjalla um píslarsöguna þennan dag, oft með því að blanda saman lestri og tónlist. Í þetta sinn var tónlistin sótt í rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice.

 Jón Ólafur Sigurðsson organisti stýrði tónlistarfólki en Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék undir á flygil og Helga Þórdís Guðmundsdóttir  á orgel. Tónlistarfólkið, þar með taldir einsöngvarar, voru allir úr kór eða kammerkór Hjallakirkju og eftir kvöldið var ljóst að kórinn getur státað af miklum fjölda öflugra söngvara.

Áheyrendur Lestur píslarsögunnar myndaði söguþráð en tónlistin varpaði fram spurningum og hugleiðingum um efnið  á áleitinn hátt. Sungið var á ensku en íslenskur texti fylgdi í söngskrá. Hátt í 300 manns voru í kirkjunni og lýstu áheyrendur mikilli ánægju með þennan einstaka flutning.

Á myndasíðu kirkjunnar má sjá fleiri myndir af viðburðinum.

Hluti kórsins og einsöngvara