100_0982Í Hjallakirkju hefur verið starfandi karla-hópur síðasta árið sem hittist reglulega til að ræða saman og biðja saman. Karlarnir ætla að annast helgihaldið í kirkjunni sunnudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 11 og kynna starfsemi sína. Á eftir bjóða þeir upp á kaffi, meðlæti og spjall. Tónlistarflutningi stjórnar tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson. Það skal tekið sérstaklega fram að konur eru líka velkomnar í “karlamessuna”.