Mynd frá fermingu vorið 2014

Mynd frá fermingu vorið 2014

Miðvikudaginn 7. maí kl. 18 verður fundur í Hjallakirkju þar sem kynnt verður fyrirkomulag fermingarfræðslu næsta vetrar. Boð á þessa kynningu fengu foreldrar barna sem fædd eru 2001 og búa í sókninni og er gert ráð fyrir að væntanleg fermingarbörn komi einnig. Fundurinn er einnig opinn fólki utan sóknar sem hyggst taka þátt í fermingarfræðslu Hjallakirkju. Kynnt verður fræðsluefni næsta árs og helstu tímasetningar, þátttaka barna og foreldra í kirkjustarfi, ferðalög og annað. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um 18.45. Opnað hefur verið fyrir skráningu í fermingarfræðsluna á vefnum.

Einnig er hægt að skrá sig í Hjallakirkju á opnunartíma.