Fögnum vorinu! Sunnudaginn 11. maí verður græn göngumessa fyrir börn og fullorðna. Umfjöllunarefni er sköpunin og náttúruvernd. Ef veður leyfir verður hún að mestu utanhúss og umhverfið nýtt til að íhuga sköpunarverkið. Í lokin er gengið inn í kirkju þar sem allir taka þátt í bænum og þau sem vilja fá plöntu til að taka með heim og gróðursetja. Kaffi og djús eftir guðsþjónustuna. Prestar Halldór Reynisson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Við orgelið inni í kirkju verður Jón Ólafur Sigurðsson.