Að vanda er efnisskrá vortónleikanna af léttara tagi og blönduð með fallegum sumarlögum.Kór Hjallakirkju á æfingu 8. apríl 2014

Auk kórsins syngur tvöfaldur kvartett nokkur lög .

Einsöngvari er Halldór Másson og annast hann einnig gítarundirlek.

Brynjar Björnsson og Gunnar Jónsson syngja strófur með kórnum.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur með á píanó.

Söngstjóri Kórs Hjallakirkju er Jón Ólafur Sigurðsson.

Efnisskrá:

Smávinir fagrir – Jónas Hallgrímsson og Jón Nordal; A Clare Benediction eftir John Rutter; Enn syngur vornóttin – Tómas Guðmundsson og Mogens Schrader;  Ó, blessuð vertu sumarsól – Páll Ólafsson og Ingi T. Lárusson, Hvert örstutt spor – Halldór K. Laxness og Jón Ásgeirsson, Hjá lygnri móðu – Halldór K. Laxness og Jón Ásgeirsson; Dagný – Tómas Guðmundsson og Sigfús Halldórsson; Ísland er land þitt – Margrét Jónsdóttir og Magnús Þór Sigmundsson; Litla flugan – Sigurður Elíasson og Sigfús Halldórsson; Sumar í sveitum – Friðgeir H. Berg og Jóhann Ólafur Haraldsson; Fjögur Bítlalög: And I Love Her, Hey Jude, Yesterday og Can’t By Me Love eftir Paul McCartney; Ágústnótt – Árni úr Eyjum og Oddgeir Kristjánsson, Hríslan og lækurinn – Páll Ólafsson og Ingi T. Lárusson; Barcarolle (Milda Nótt) úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach; Hallelúja – Kristín Jóhannesdóttir og Leonard Cohen

 

Aðgangseyrir er kr. 1.500