Af hverju tónar presturinn? Hvað þýðir miskunnarbæn? Guðsþjónusta fyrir byrjendur og lengra komna kl. 11 sunnudaginn 24. ágúst. Allir velkomnir. Guðsþjónustan er hluti af námskeiði fermingarbarna næsta árs og vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Í guðsþjónustunni verða ýmsir liðir messunnar útskýrðir. Að lokinni guðsþjónustu verður kirkjukaffi og eru allir hvattir til að koma með eitthvað til að leggja með sér á borð.
Prestar eru sr. Sigfús Kristjánsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða söng.