Þakklæti verður þema í guðsþjónustu sunnudaginn 21. september.  Lestra dagsins má sjá hér.  Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og Jón Ólafur Sigurðsson verður við orgelið. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og safnaðarsvör.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 13 og þeir sem ekki hafa fengið myndina af bænahringnum fá hana afhenta þá.  Einnig bætist við ný mynd í hringinn hvern sunnudag.