UnknownKristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, heimsækir Hjallasöfnuð á sunnudag.  Hann mun predika í guðsþjónustu dagsins og eiga samtal við kirkjugesti í safnaðarsalnum að messu lokinni.  Boðið verður upp á léttan hádegismat.  Prestar kirkjunnar þjóna ásamt vígslubiskupi og Gísla Jónassyni prófasti í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.  Organisti Jón Ólafur Sigurðsson, félagar úr Kór Hjallakirkju leiða söng og safnaðarsvör. Harpa Ósk Björnsdóttir nemi í Söngskólanum í Reykjavík syngur einsöng.  Allir velkomnir.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæðinni kl. 13 í umsjón Hafdísar og Markúsar.