Tónlistarguðsþjónusta verður sunnudaginn 2. nóvember kl. 11. Þetta er allra heilagra messa og þar verður látinna minnst sérstaklega. Kór Hjallakirkju syngur lög eftir Bubba Mortens, Chopin, Jón Ólaf Sigurðsson, Ísólf Pálsson, John Rutter og Sigfús Einarsson. Kirkjugestum gefst kostur á að eiga hljóða stund undir ljúfri tónlist og kveikja á kerti í minningu ástvina. Prestur Sr. Steinunn A. Björnsdóttir, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffi eftir guðsþjónustu.
Sunnudagaskóli verður kl. 13. Umsjón Kristín og Ólafur Jón. Létt hressing á eftir.