Við fögnum aðventunni í Hjallakirkju á sunnudaginn. kl. 11 verður aðventuguðsþjónusta. Skátar koma í heimsókn og færa okkur friðarlogann frá Betlehem. Skólakór Álfhólsskóla syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður þjónar og Jón Ólafur verður við orgelið. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og safnaðarsvör.
kl. 13 verður aðventuhátíð fjölskyldunnar. Við byrjum í kirkjunni þar sem stjörnukór Álfhólsskóla syngur. Við syngjum nokkur aðventu og jólalög, svo færum við okkur í safnaðarsalinn á efri hæðinni og föndrum saman. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur.