Almar Ómarsson var snöggur að fylla baukinn. Hann kom með baukinn aftur og afhenti presti, klukkustund eftir að hann fékk hann.

Almar Ómarsson var snöggur að fylla baukinn. Hann kom með baukinn aftur og afhenti presti, klukkustund eftir að hann fékk hann.

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í dag. Hún var kynnt í messu og söfnunarbaukar lágu frammi. Þessi áhugasami piltur, Almar Ómarsson, 8 ára, vildi ekki láta sitt eftir liggja. Hann tók baukinn heim og fyllti hann á klukkustund. Hann birtist svo í sunnudagaskólanum með baukinn og afhenti presti.

Það er auðvelt að leggja sitt af mörkum ef áhugi er fyrir hendi eins og Almar sýndi í dag. Hægt er að nálgast bauka í kirkjunni og þeim má skila þangað eða til Hjálparstarfsins. Einnig er hægt að greiða valgreiðslu í heimabankanum. Hafi fólk ekki heimabanka er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr), gefa framlag á vefnum  framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.