Það verður uppbyggileg og fjölskylduvæn stemming í Hjallakirkju kl. 11 á sunnudag.  Við syngjum falleg jólalög fyrir alla fjölskylduna og búum okkur undir komu frelsarans. Formið á stundinni verður einfalt en hátíðlegt.

Dagbjört Sara Sveinbjörndóttir, Hlín Halldósdóttir, Kristín Eik Kjartansdóttir og Sunna Tryggvadóttir leika á þverflautur. Halldór Másson og Tryggvi Már Gunnarsson leika á gítar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja. Einsöngvari er Árni Jón Eggertsson.

Jón Ólafur Organisti og Sr. Sigfús leiða stundina.90_03_36---Christmas-Decorations_web