brunnru

Börn sækja hreint vatn í brunn. Af myndasíðu hjálparstarfsins

Í nóvember gengu fermingarbörn um allt land í hús og söfnuðu peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar til að byggja brunna í Afríku.  Hér í Hjallasókn var safnað fimmtudaginn 6. nóvember. Þátttaka var mjög góð og yfir 40 fermingarbörn mættu. Samtals söfnuðu þau 146.386 krónum.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þennan góða stuðning. Í þakkarbréfi kemur fram að þegar hafi safnast um 8 milljónir í söfnun fermingarbarna og enn eigi einhverjir eftir að skila, en nokkrar kirkjur safna síðar á fermingarvetri. Peningarnir renna til vatnsverkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda.

Við í Hjallakirkju erum stolt af fermingarbörnunum hér og þeirra góða framlagi.