Fyrsta guðsþjónusta ársins 2015 verður 4 janúar kl. 11. Hún verður með einföldu sniði og áherslan verður á frásögnina af vitringunum. Sr. Sigfús Kristjánsson leiðir stundina ásamt Þorgils Hlyni Þorbergssyni sem mun predika. Félagar úr Kór kirkjunnar leiða söng.
Sunnudagaskólinn hefst aftur 11. janúar.
Hjallakirkja verður lokuð þriðjudaginn 6. janúar vegna viðhalds.