Jesús og börninGuðsþjónusta næsta sunnudags hefur guðspjallstextann um Jesús og börnin, en sá texti er jafnan lesinn við skírn barna. Þess vegna syngjum við m.a. skírnarsálm þó að ekki verði skírt. Fleiri fallegir sálmar verða sungnir í guðsþjónustunni sem verður með léttum blæ. Félagar úr kór leiða söng. Svanhvít Hallgrímsdóttir leikur undir. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.