það er stór dagur í Hjallakirkju á sunnudaginn.  Hann hefst með Guðsþjónustu kl. 11. Svanhvít Hallgrímsdóttir leikur undir sálma og leiðir söng ásamt félögum úr kór Hjallakirkju. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar.  Þetta er fyrsti sunnudagur í föstu og má sjá ritningartexta dagsins hér.  Sálmar dagsins eru nr. 22 Þú mikli Guð, 9 Lofsyngið Drottni, 124 Við freistingum gæt þín, 730 Ég á mér hirði og 56 Son Guðs ertu með sanni. Að venju aðstoða fermingarbörn við helgihald.

Eftir messu fer fram aðalsafnaðarfundur Hjallakirkju í salnum uppi.  Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

100_0963Sunnudagaskóli er á sínum stað. kl. 13.