Kaffiogte litilHeilsueflandi kirkja er þema gæðastundanna á miðvikudagsmorgnum í mars. Gæðastundin er frá 10 – 12 og er fyrir alla aldurshópa. Boðið er upp á kaffi og spjall, dagblöðin og innlegg um eitthvert efni kl. 11. Dagskrá marsmánaðar er eftirfarandi:

4. MARS: MARKMIÐ SEM GERA HVERSDAGINN  HVETJANDI. Ásdís Káradóttir. Slökun á eftir

11. MARS: QI GONG OG HUGLEIÐSLA. Ásdís Káradóttir

18. MARS: PÍLAGRÍMAGANGA. Síldarmannagötur þræddar í máli og mynd. Hulda Guðmundsdóttir stendur fyrir pílagrímsgöngum um hina fornu síldarmannagötur og kynnir okkur það. Slökun á eftir.

25. MARS: QI GONG ORKUÆFINGAR. Boðið verður uppá námskeið í framhaldi ef næg þátttaka fæst. Þóra Halldórsdóttir