MaríaÞann 22. mars,  sér karlahópur kirkjunnar um messuna kl. 11 ásamt sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og leikur undir eins og honum einum er lagið. Ritningarlestrar og guðspjall fylgja boðunardegi Maríu.

Að henni lokinni bjóða þeir í veglegt kirkjukaffi.

Karlahópurinn hittist vikulega á mánudagskvöldum til að lesa saman, ræða málin og biðja saman.  Í messunni munu þeir kynna starf sitt en einnig annast bænir, ritningarlestur og hugvekju.

Að þessu sinni mun Ágúst Thorstensen flytja smásöguna Áttavitinn, Júlíus Ólafsson flytur hugvekju, Guðbrandur Jónasson segir frá starfi hópsins, Þorfinnur Ísleifsson og Þór Arnarson lesa ritningarlestra, Björn Hólm og Kristján Þór Gunnarsson flytja bænir.

Karlahópurinn býðst til að sækja fólk sem vantar far í messuna. Þau sem vilja það eru beðin að láta vita í Hjallakirkju eða á netfangið steinunn(hjá)hjallakirkja.is

Verið öll hjartanlega velkomin í guðsþjónustu þar sem mjúku gildin og hörðu fá að njóta sín jafnt.