Eldklerkurinn-KópavogskirkjuLeikritið Eldklerkurinn verður sýnt í Kópavogskirkju kl. 20, þriðjudaginn 31. mars í boði kirknanna í Kópavogi. Það er því ókeypis inn meðan húsrúm leyfir. Verkið er byggt á æfi Jóns Steingrímssonar eldklerks. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar. Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.