Á föstudaginn langa kl. 20 verður passíustund í Hjallakirkju þar sem öll tónlistin er sótt í rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir þá Tim Rice og Andrew Llyod Webber. Fluttir verða 18 kaflar úr verkinu.

Verkið var flutt í Hjallakirkju á föstudaginn langa 2014 fyrir fullu húsi við mjög góðar undirtektir og verður endurtekið nú vegna fjölda áskorana og bætt við nokkrum köflum sem ekki voru með í fyrra.

Sjá nánar hér.