Vorverkin í garðinum og í sveitinni eru meðal þess sem verður rætt á gæðamorgnum í Hjallakirkju í apríl. Gæðamorgnar eru á miðvikudögum frá kl. 10 – 12. Kl. 11 er stutt innlegg um eitthvert atriði og þema mánaðarins er vorið og náttúran. Þann 15. apríl kemur garðyrkjufræðingur og ræðir um vorverkin í garðinum. Þetta er gott tækifæri til að spyrja um runnaklippingar og hreinsun beða og fleira. Viku síðar, 22. apríl verður sagt frá dúntekju í sveitum, nokkuð sem víða tilheyrir ennþá vorverkunum. Þann 29. apríl vonumst við til að geta iðkað slökunaræfingar í guðs grænni náttúrunni.
Það eru allir velkomnir á gæðastundirnar. Boðið er upp á kaffi og létta hressingu. Maður er manns gaman og þarna er líka hægt að kíkja í blöðin og spjalla.