Á vef kirkjunnar, undir liðnum Fermingarstarf, er að finna skráningareyðublað fyrir fermingarfræðslu næsta vetur og fermingardag.
Að ári verður fermt í Hjallakirkju 3. og 10. apríl. Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu verður haldinn kl. 18.00 þann 6. maí 2015.
Fermingarnámskeið verður haldið dagana 17. – 20. ágúst og sunnudaginn 23. ágúst.
Fyrir þau börn sem ekki komast á ágústnámskeiðið verður námskeið eina viku í september, eftir skóla.