Starf organista og kórstjóra við Hjallasöfnuð í Kópavogi er laust til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og verður ráðið í starfið frá og með 1. september 2015. Organisti hefur forystu um allt tónlistarstarf safnaðarins.
Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið kantorsprófi frá Tónskólanum eða sambærilegri menntun, hafi víðtæka reynslu og þekkingu á sviði tónlistar og mikla reynslu af kórstjórn. Í Hjallasöfnuði er öflugur og reynslumikill kór.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er góður í mannlegum samskiptum, hefur brennandi áhuga á öllu kirkjustarfi, kórastarfi og fjölbreyttri tónlist.
Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.
Umsóknarfrestur er til 12.maí 2015 og skulu umsóknir berast til formanns sóknarnefndar, Guðrúnar Huldu Birgis, Fífuhjalla 15, 200 Kópavogi.
Starfslýsingu er að finna á vef Hjallakirkju. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sr. Sigfús Kristjánsson sóknarprestur í síma 5546716 eða á netfangið sigfus@hjallakirkja.is