Jón Ólafur Sigurðsson sem gegnt hefur stöðu organista við Hjallakirkju lætur af störfum í haust.  Hann hefur byggt upp frábæran kór sem við í Hjallakirkju erum ákaflega stolt af.  Fyrr í vor auglýstum við eftir eftirmanni Jóns sem á að taka við organista starfinu 1. September næstkomandi. Átta umsóknir bárust um stöðuna og erum við umsækjendum afar þakklát fyrir áhugan.  Eftir samráð við söngmálastjóra var ákveðið að ráða Guðnýju EInarsdóttur sem næsta organista kirkjunnar og erum við afar glöð að fá hana til starfa hér í Hjallakirkju.  Við hlökkum til að hefja nýtt starfsár í haust með Guðnýju.  Jafnframt erum við Jóni Ólafi þakklát fyrir hans framlag til tónlistarmála í Hjallakirkju.gudny-einarsdottir