Dagana 17. -20.  ágúst fer fram fermingarfræðslunámskeið í Hjallakirkju.  Fermingarbörn úr Álfhólsskóla eru í fræðslu kl. 9-12 og fermingarbörn úr Snælandsskóla kl. 13-16.  Þau fermingarbörn sem tilheyra hvorugum skólanum geta valið hvort þau mæta fyrir eða eftirhádegi.  Vinsamlegast látið okkur þó vita fyrirfram.  Bókin Con Dios verður til sölu í kirkjunni vikuna áður en fræðsla hefst. Einnig er hægt að fá hana í Kirkjuhúsinu á Laugarvegi.

Guðsþjónustan sunnudaginn 23. ágúst er hluti af námskeiðinu og munu fermingarbörn taka þátt í henni.  Undanfarin ár hefur skapast sú skemmtilega hefð að vera með Pálínuboð að guðsþjónustunni lokinni og hafa fjölskyldur fermingarbarna komið með meðlæti en kirkjan séð um drykki.