FermingarnámskeiðÞað er fjörugur hópur sem hefur tekið þátt í fermingarfræðslu hér í kirkjunni í þessari viku. Alls eru 68 börn skráð í fræðslu hjá okkur og stór hluti þeirra valdi að taka þátt í ágústnámskeiðinu. Þau hafa tekið virkan þátt og það vekur athygli okkar hve vel þessi hópur syngur, bæði unglingarnir í Álfhólsskóla og í Snælandsskóla. Kennarar á námskeiðinu eru prestar kirkjunnar, sr. Sigfús Kristjánsson og sr. Steinunn A. Björnsdóttir og guðfræðineminn Ólafur Jón Magnússon. Guðný Einarsdóttir organisti og Jónína Sif Eyþórsdóttir æskulýðsfulltrúi hafa einnig tekið þátt í fræðslunni.

Námskeiðinu lýkur með guðsþjónustu á sunnudag og pálínuboði í lok hennar. Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 20.00 verður fyrsti æskulýðsfundurinn hér í Hjallakirkju í umsjón Jónínu Sifjar og Sólveigar Rögnu Jónsdóttur.