Hér er smá yfirlit yfir það sem verður í boði í vetur:
Kirkjuprakkarar og TTT er skemmtilegt starf fyrir börn í Hjallasókn, byggt upp af fræðslu, söng og leik.
Fundir kirkjuprakkara eru fyrir 6-9 ára börn og eru milli 15.30 og 16.30 á fimmtudögum.
Fundir TTT eru fyrir tíu til tólf ára börn og eru milli 17 og 18 á fimmtudögum.
Starfið hefst 3. september.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Opið hús fyrir eldri borgara er annan hvern fimmtudag kl. 12-14. Við byrjum opna húsið á máltíð og endum á helgistund í kirkjunni. Ýmislegt er til gamans gert: sögur, bingó, góðir gestir og fleira. Opið hús er eftirfarandi daga á haustönn 2015: 17. sept, 1. okt, 15. okt 29. okt. 12. nóv, 26. nóv og 10. des.
Æskulýðsfélagið í Hjallakirkju er farið af stað. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum. Æskulýðsfélag 9. og 10. bekkjar fundar 18:30-20:00 og æskulýðsfélag 8. bekkjar 20:00 – 21:30. Í æskulýðsfélaginu er lögð áhersla á skemmtun, leiki og óformlega kennslu um lífið og tilveruna sem kristinn einstaklingur. Starfið er mjög fjölbreytt, ferðalög, sameiginlegir viðburðir, leikir, fræðsla, spil, gestir, þrautir, keppnir, stuttmyndagerð og frábær félagsskapur
Gæðastundir hefjast 9. september og verða milli 10 og 12 á miðvikudagsmorgnum. Þetta eru notalegar samverur fyrir alla aldurshópa þar sem boðið er upp á kaffi og hressingu. Gott samfélag og fræðsla í bland.
Kórstarf, nýr organisti hóf störf þann 1. september og er hægt að fá upplýsingar um kórinn hjá henni: gudny@hjallakirkja.is
Guðsþjónusta er hvern sunnudag kl. 11
Sunnudagaskóli er hvern sunnudag kl. 11 Þetta er nýr tími
Eftir messu og sunnudagaskóla er kaffisopi og spjall.