Messa og sunnudagaskóli hefjast kl. 11 í Hjallakirkju, sunnudaginn 13, september. Messan er í kirkjunni á efri hæð en sunnudagaskólinn á neðri hæð. Að stundinni lokinni hittast allir og fá sér hressingu.
Sr. Steinunn A. Björnsdóttir annast helgihald en Guðný Einarsdóttir er organisti. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Umfjöllunarefni dagsins er góða hlutskiptið. Guðspjallið fjallar um Mörtu og Maríu.
Markús og Heiðbjört hafa umsjón með sunnudagaskólanum. Þar verður tónlist, saga, brúðuleikhús og fleira.